Aðferða- og gæðahandbók í læknisfræðilegri myndgreiningu. 

Valmynd

8. Feokromocytoma, paraganglioma og JKM

Engar sannanir liggja fyrir um að i.v. skuggaefni orsaki hypertensivar krísur hjá sjúklingum með feokromocytoma / paraganglioma.

Neuroendocrine æxli: 

  • Feokromocytoma og paraganglioma eru svokölluð neuroendocrine æxli sem eru vaxin út frá kromaffin frumum, sem framleiða og geyma katekólamin (hormónin adrenalin og noradrenalin). Útskilnaður þessarra efna getur leitt af sér hættulegt sjúkdómsástand, hypertensíva krísu (malign hypertension).
     
  • Feokromocytoma eru í nýrnahettum og paragangliom frá ganglionum (taugahnoðum) utan nýrnahettanna Taugahnoðin liggja í svokölluðum paravertebrala öxli sem liggur frá botni höfuðkúpunnar niður í grindarholið.
     
  • Paragangliom geta einnig vaxið í þvagblöðruveggnum eða í blöðruhálskirtli.
     
  • Flest paragangliom (kallast líka glomustúmorar eða chemodectom) vaxa á hálsinum, frá glomus caroticum, glomus jugulare, glomus vagale og glomus tympanicum. Minna en 5% paraganglioma á hálsinum eru lífefnafræðilega virk.

 Athugið: Nánari upplýsingar eru í undirköflum.

 

Efnisyfirlit - Athugið að líka er hægt að nota valmyndina, efst til hægri

Bakgrunnur

Leiðbeiningar fyrir TS rannsókn með skuggaefni